
Fjölbreyttar
göngu- og hjólaleiðir
Náttúruperlan
Reykjadalur
Útivist & afþreying.
Hveragerði býður upp á fjölbreytta möguleika til útivistar og afþreyingar fyrir fólk á öllum aldri. Hægt er að velja um úrval göngu- og hjólaleiða, fara í golf, veiði, sund eða fjallgöngur svo eitthvað sé nefnt.

Gengið og hjólað í Reykjadal
Reykjadalur stendur á jarðhitasvæði við rætur Hengilsins og býður upp á fjölbreytta útivistarmöguleika hvort sem fólk vill ganga, hlaupa eða hjóla í einstakri náttúru. Kraumandi hverir og gufustrókar setja svip á svæðið og hin einstaka heita Reykjadalsá rennur niður Reykjadalinn þar sem vinsælt er að baða sig áður en gengið er aftur niður.


Fjölbreytt önnur afþreying í boði:
Veiði eða golf?
Áhugafólk um golf og veiði finnur eitthvað við sitt hæfi í Hveragerði. Varmá er ein af skemmtilegri veiðiám landsins og vinsæl meðal laxveiðifólk sem kemur ár eftir ár til að veiða þar. Golfvöllurinn í Hveragerði er staðsettur í fallegri náttúru í Gufudal ofan við bæinn. Einn skemmtilegasti og vinsælasti 9 holu völlur landsins.
