Skyrgerðin
Skyrgerðin býður uppá fjölbreyttan matseðil og hádegishlaðborð á virkum dögum.
Service Description
Skyrgerðin var byggð og stofnuð árið 1930 ásamt því að Þinghús Ölfusinga var byggt í hinum enda hússins. Það má segja að síðan húsið var byggt hefur það verið hjartað í Hveragerði og fyrst um sinn var Skyrgerðin eina samkomuhús bæjarins. Skyrgerðin veitingarstaður ásamt Skyr Guesthouse opnaði aftur í mars 2024. Í Skyrgerðinni geta allir fundið eitthvað við hæfi, hádegishlaðborði á virkum dögum milli kl 11:30-13:30 og kaffihúsi ásamt fjölbreyttum matseðli. Einnig býður Skyrgerðin upp á veislusal til leigu fyrir alla helstu viðburði og veisluþjónustu fyrir öll tilefni hvort sem það er á staðnum hjá okkur eða tekið með. Starfsfólk Skyrgerðarinnar tekur einstaklega vel á móti gestum og er hlýlegheit ásamt notalegu umhverfi í fyrirrúmi. Opnunartímar: Sunnudagar - fimmtudagar: frá kl 12:00-21:00 Föstudagar og laugardagar: frá kl 12:00-22:00 Verið hjartanlega velkomin til okkar. Skyrgerðin Breiðamörk 25 810 Hveragerði netfang: snaerveitingar@snaerveitingar.is sími: 5460350