top of page

Listasafn Árnesinga

Metnaðarfullar sýningar eftir innlenda og erlenda listamenn


Listasafn Árnesinga býður upp á fjölbreyttar og metnaðarfullar sýningar sem veita gott aðgengi að myndlistararfi þeim sem það varðveitir. Safnið hefur á síðustu árum sett upp metnaðarfullar sýningar bæði á innlendum og erlendum listamönnum og hefur verið í samstarfi við önnur söfn um sýningar um árabil. Sýningarstefnan er margbreytileg en oft með skírskotun í umhverfið á Suðurlandi. Safnið heldur úti markvissu fræðslustarfi þar sem unnið er með mismunandi skólastigum, listamönnum, fræðimönnum og almenningi. Námskeið og smiðjur eru haldnar reglulega fyrir almenning þar sem gefst kostur á að vinna með mismunandi miðla í tengslum við sýningar safnsins. Meginmarkmið Listasafns Árnesinga er að efla áhuga, þekkingu og skilning almennings á myndlist. Listasafn Árnesinga var á sínum tíma fyrsta listasafnið utan höfuðborgarsvæðisins sem opið var almenningi. Árið 2018 var Listasafni Árnesinga veitt íslensku safnaverðlaunin, en þau eru viðurkenning sem veitt er annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Opnunartímar: Sumar: alla daga frá 12 - 17 Vetur: alla daga nema mánudaga frá 12 - 17 Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, 810 Hveragerði, +(354) 4831727 Vefsíða: www.listasafnarnesinga.is netfang: listasafn@listasafnarnesinga.is


bottom of page