Hótel Örk
Fjögurra stjörnu hótel með frábærum veitingastað og góðri aðstöðu.
Hótel Örk er staðsett á frábærum stað á Suðurlandi. Hótelið hefur nýlega verið endurnýjað að mestu leyti og eru núna 5 herbergjatýpur á hótelinu. Þar eru standard, superior, fjölskyldu, junior svítur og svo tvær svítur á efstu hæð. Herbergin eru öll vel búin með ísskáp, stórum flatskjá, frábærum rúmum ásamt skrifborð og stól. Standard herbergin eru flest með baðkari en hin herbergin með sturtu. Á hótelinu er frábær aðstaða en þar er útisundlaug ásamt tveimur heitum pottum og gufubaði. Einnig er leikherbergi þar sem eru pool borð, borðtennisborð og fótboltaborð. Þá er HVER Restaurant og bar þar sem má gæða sér á girnilegum mat og ljúffengum drykkjum. Hótelið státar einnig af frábærri fundar- og veisluaðstöðu með nokkrum fundarsölum sem henta bæði stórum og smáum viðburðum. Hótel Örk Breiðumörk 1c 810 Hveragerði SímI: 483 4700 Heimasíða: www.hotelork.is Netfang: booking@hotelork.is