Gróðurhúsið - hótel
Nýstárlegt og glæsilegt umhverfisvænt hótel á besta stað í Hveragerði.
Gróðurhúsið er lífstílshótel með áherslu á hágæða herbergi ásamt skemmtilegri stemningu og upplifun gesta. Hótelið er staðsett á efri hæðum byggingarinnar og hafa hótelgestir aðgang að norðursvölum en þar mun opna spa svæði sem tilvalið er til slökunar. Fjölbreytt starfsemi er á jarðhæð byggingarinnar, en þar er m.a. að finna mathöll, bar, verslanir, kaffihús og ísbúð. Lagt er upp með að gestir geti slakað vel á og náð í alla sína þjónustu sem þeir þurfa innan Gróðurhússins. Þeir sem kjósa geta síðan notið fjölbreyttrar útivistar sem er að finna í bakgarðinum í Reykjadal en þar er heiti lækurinn og Hengillinn vinsælir áningastaðir. Margir fara í göngur, fjallahjól og útreiðartúra ásamt því að veiða í ánni og spila golf í sveitinni. Það er síðan margt í boði í nágrenninu og vinnur Gróðurhúsið náið með ferðaþjónustuaðilum í nærumhverfi sínu. The Greenhouse hotel Austurmörk 6 810 Hveragerði Sími: 464 7336 Vefsíða: www.thegreenhouse.is Netfang: info@thegreenhouse.is Sími: 464 7336