
Áfangastaðurinn
Hveragerði
Hveragerði er blómstrandi bær á marga vísu því hér blómstrar ekki síður mannlífið en gróður og plöntur. Listir, matarmenning, útivist og afþreying er meðal þess sem bærinn hefur upp á að bjóða, auk þess sem hingað kemur fólk til að byggja upp sína heilsu og vellíðan.
Frábær staðsetning
Hveragerði er ekki nema í 40 km fjarlægð frá höfuðborginni og í raun hluti af hinum svokalla Gullna hring með náttúruperlum eins og Þingvöllum, Gullfossi og Geysi … auk fjölda annarra áfangastaða á Suðurlandi.
Náttúra og útivist
Hveragerði stendur á jarðhitasvæði og býður upp á fjölbreytta útivistarmöguleika hvort sem fólk vill ganga, hlaupa, hjóla eða baða sig í einstakri náttúru. Reykjadalur er innan bæjarmarkanna og þar er eina vinsælustu gönguleið landins að finna.
Fjölbreytt afþreying
Í Hveragerði er ein elstu og glæsilegastu útisundlaug landins, Laugaskarð, og má enginn láta hana framhjá sér fara. Áhugaverð bjórkynning í handverksbrugghúsi, skemmtilegur 9 holu golfvöllur, laxveiði í Varmá, fjallahjólamennska og zip-line er meðal þess sem má taka sér fyrir hendur.
Blóm og gróðurhús
Gróðurhús hafa lengi sett svip sinn á bæinn en frá miðri síðustu öld hefur ylrækt verið stunduð í Hveragerði og margir leggja leið sína til Hveragerðis á hverju ári til að kaupa blóm og plöntur.
Fjölbreytt gistiaðstaða
Boðið hefur verið uppá gistingu í Hveragerði frá árinu 1947 og í dag er þar að finna fjölbreytta flóru af hótelum, gistiheimilum og íbúðum.
Matar- og ísbærinn
Gestir í Hveragerði geta valið úr úrvals veitingastöðum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Veitingahús, mathöll, ísbúðir, kaffihús, bakarí og margt fleira.
Alltaf eitthvað á döfinni
Listsýningar, tónlistarviðburðir, bæjarhátíðir, bjórhátíðir og utanvegahlaup eru meðal reglulegra viðburða í Hveragerði.
Kort af Hveragerði
Smelltu á myndina af kortinu til að stækka og hlaða niður pdf-útgáfu.
Fyrirtæki í ferðaþjónustu í Hveragerði bjóða alla ferðamenn velkomna í heimsókn!




